Erlent

Pakistanar skutu á NATO þyrlur

Óli Tynes skrifar
Bandaríkjamenn hafa langflestar þyrlur í Afganistan.
Bandaríkjamenn hafa langflestar þyrlur í Afganistan. MYND/AP

Pakistanskir landamæraverðir skutu í dag á NATO þyrlur í Afganistan sem þeim hefur líklega þótt koma of nærri landamærunum.

Talsmaður NATO segir að þyrlurnar hafi ekki farið yfir landamærin og ekkert skemmst í skothríðinni.

Bandarískar hersveitir í Afganistan hafa gert árás á búðir Talibana og Al Kaida í fjallahéruðum í Norður-Pakistan.

Því hafa Pakistanar mótmælt harðlega og sagt að þeir líði ekki að landamæri þeirra séu rofin.

Í yfirlýsingu NATO er þess ekki getið frá hvaða bandalagsþjóð umræddar þyrlur voru. Bandaríkjamenn hafa fleiri þyrlur í Afganistan en allar hinar þjóðirnar til samans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×