Handbolti

EM og ÓL undir

Oscar Carlen verst hér Þjóðverjanum Pascal Hens.
Oscar Carlen verst hér Þjóðverjanum Pascal Hens. Nordic Photos / AFP

Hinn nítján ára gamli Oscar Carlén, leikmaður sænska landsliðsins, segir að leikur Svíþjóðar og Íslands á morgun sé afar mikilvægur.

„Takmarkið er að komast áfram í milliriðlana og taka með okkur stig þangað," sagði hann í samtali við Dagens Nyheter.

„Leikurinn gegn Íslandi er lykilleikur, bæði fyrir mótið sjálft og Ólympíuleikana," bætti hann við.

Bæði Ísland og Svíþjóð hafa ekki tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum né heldur í undankeppni leikana sem fer fram í vor. Líklegt má telja að það lið sem kemst lengra í keppninni komist í undankeppnina.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem Svíar taka þátt í stórmóti í handbolta. Ísland og Svíþjóð mættust í undankeppni HM 2007 þar sem Íslendingar fóru eftirminnilega með sigur af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×