Handbolti

Garcia fékk glóðarauga á æfingu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jaliesky Garcia var vígalegur á æfingunni.
Jaliesky Garcia var vígalegur á æfingunni. Mynd/Hjalti Þór Hreinsson/Í blíðu og stríðu

Jaliesky Garcia skartaði myndarlegu glóðarauga eftir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í Þrándheimi í dag.

Fram kemur á vef samtakanna Í blíðu og stríðu að hann hafi fengið olnbogaskot í andlitið á æfingunni með fyrrgreindum afleiðingum.

Hann sagði annars að hann væri stoltur yfir því að leika með landsliðinu á EM.

„Ég lít á mig sem Íslending. Ég nýt mín vel með strákunum og það er heiður að fá að vera í liðinu. Það er ótrúlega hæfileikaríkt. Svo eru strákarnir skemmtilegir og fyndnir,“ sagði hann.

Smelltu hér til að lesa allt viðtalið við Jaliesky Garcia. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×