Viðskipti innlent

Spáir 10 prósenta samdrætti í hagvexti og 75 prósenta verðbólgu

Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, telur að gengisfall krónunnar og stöðvun gjaldeyrisviðskipta muni leiða til 10 prósenta samdráttar í hagvexti Íslands til loka fjármálakreppunnar.

Þá telur Lars að verðbólgan á Íslandi gæti farið í 75 prósent á allra næstu mánuðum. Þetta kemur fram í viðtali sem Bloomberg-fréttaveitan átti við Lars í kjölfar stýrivaxtalækkunnar Seðlabankans í morgun.

Lars segir að stýrivaxtalækkunin muni ekki hafa nein áhrif á efnahaginn. „Ég er ekki ýkja hrifinn af af þeim ákvörðunum sem efnahagsyfirvöld eru að taka núna. Þetta minnir mig á það þegar þeir reyndu að festa gengið í síðustu viku," segir Christensen.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×