Tapar Lakers fyrsta leiknum í nótt? 9. maí 2008 18:42 Kobe Bryant er í fantaformi í úrslitakeppninni NordcPhotos/GettyImages Þriðji leikur Utah Jazz og LA Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lakers-liðið hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni til þessa, en verkefnið í kvöld verður liðinu væntanlega erfitt. Lakers sópaði Denver út 4-0 í fyrstu umferðinni og vann nokkuð sannfærandi sigra á liði Utah í heimaleikjunum sínum tveimur. Varnarleikur Lakers-manna var mjög góður og upp úr því fékk liðið mikið af hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Flestir af lykilmönnum Lakers hafa verið að spila vel í einvíginu, ekki síst hinn ótrúlegi Kobe Bryant sem skorar yfir 34 stig að meðaltali í leik. Utah var erfiðasta liðið heim að sækja í deildarkeppninni í vetur og huggar sig eflaust við að vera komið á heimavöllinn á ný í þessu einvígi. Liðið tapaði aðeins fjórum heimaleikjum í allan vetur, en einn þessara tapleikja var reyndar gegn Lakers í mars. Þar stöðvaði Lakers-liðið nítján leikja sigurgöngu Jazz á heimavelli og varnaði Utah-mönnum frá því að setja félagsmet. Lið sem komast í stöðuna 2-0 í seríum í úrslitakeppni NBA fara með sigur af hólmi í um 93% tilvika og því er sagan sannarlega á bandi Lakers í þessu einvígi. Tapi Utah á heimavelli sínum í kvöld, er liðið augljóslega komið í vond mál, því engu liði í sögu deildarinnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Þriðji leikur liðanna hefst sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Áhugasamir geta tekið þátt í umræðum meðan á leik stendur á NBA Blogginu hér á Vísi. NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Þriðji leikur Utah Jazz og LA Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lakers-liðið hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni til þessa, en verkefnið í kvöld verður liðinu væntanlega erfitt. Lakers sópaði Denver út 4-0 í fyrstu umferðinni og vann nokkuð sannfærandi sigra á liði Utah í heimaleikjunum sínum tveimur. Varnarleikur Lakers-manna var mjög góður og upp úr því fékk liðið mikið af hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Flestir af lykilmönnum Lakers hafa verið að spila vel í einvíginu, ekki síst hinn ótrúlegi Kobe Bryant sem skorar yfir 34 stig að meðaltali í leik. Utah var erfiðasta liðið heim að sækja í deildarkeppninni í vetur og huggar sig eflaust við að vera komið á heimavöllinn á ný í þessu einvígi. Liðið tapaði aðeins fjórum heimaleikjum í allan vetur, en einn þessara tapleikja var reyndar gegn Lakers í mars. Þar stöðvaði Lakers-liðið nítján leikja sigurgöngu Jazz á heimavelli og varnaði Utah-mönnum frá því að setja félagsmet. Lið sem komast í stöðuna 2-0 í seríum í úrslitakeppni NBA fara með sigur af hólmi í um 93% tilvika og því er sagan sannarlega á bandi Lakers í þessu einvígi. Tapi Utah á heimavelli sínum í kvöld, er liðið augljóslega komið í vond mál, því engu liði í sögu deildarinnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Þriðji leikur liðanna hefst sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Áhugasamir geta tekið þátt í umræðum meðan á leik stendur á NBA Blogginu hér á Vísi.
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira