Handbolti

Stjarnan og Haukar leika til úrslita

Alina Petrache
Alina Petrache Mynd/Anton

Það verða Stjarnan og Haukar sem leika til úrslita í deildabikar kvenna í handbolta á morgun.

Þetta varð ljóst nú síðdegis þegar Stjarnan vann nauman sigur á Val 25-24 eftir að hafa verið undir 14-9 í hálfleik.

Alina Petrache skoraði 7 mörk fyrir Stjörnuna og Þorgerður Anna Atladóttir 5, en hjá Val var Hrafnhildur Skúladóttir með 8 mörk og Kristín Guðmundsdóttir með 5.

Stjarnan og Haukar leika til úrslita í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 13:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×