Þekking fjármálafólksins virkjuð 22. október 2008 00:01 Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir mikilvægt að skapa frjóan vettvang fyrir það velmenntaða starfsfólk fjármálafyrirtækjanna sem er að missa vinnuna á næstunni. „Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Halldór segir marga óttast að stór hluti af velmenntuðu og frjóu starfsliði bankanna hverfi af landi brott eftir að bankageirinn var stokkaður upp í byrjun mánaðar. Margir horfa til Noregs. Halldór og frumkvöðullinn Hjálmar Gíslason hafa hist reglulega ásamt öðrum, svo sem forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eftir að bankarnir fóru í þrot til að finna leiðir og hámarka þau tækifæri sem bíði starfsfólks bankanna. Þá hafa þeir kortlagt sprotageirann, sem þurfi á hæfu starfsfólki að halda, til að finna farveg fyrir þá þekkingu úr bankageiranum sem nú er á lausu. Ekki megi þó reikna með að sprotafyrirtækin geti tekið við öllum. Fleiri hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar en Nýsköpunarmiðstöðin, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins gerðu í síðustu viku með sér samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félagsmenn fjármálafyrirtækja, svo sem farveg fyrir nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Halldór segir hættuna felast í því að fólk í fjármálageiranum verði látið vinna uppsagnarfrest sinn og fari svo á atvinnuleysisbætur. Nær sé að hvetja fólk til að ræða saman og þróa hugmyndir sem það lumi á og vera þátttakendur í jákvæðu uppbyggingarferli á sama tíma og bætur eru greiddar. „Það er fullt af húsnæði laust og lítið mál að útvega skrifstofubúnað,“ segir Halldór. Undir smásjánni Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
„Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Halldór segir marga óttast að stór hluti af velmenntuðu og frjóu starfsliði bankanna hverfi af landi brott eftir að bankageirinn var stokkaður upp í byrjun mánaðar. Margir horfa til Noregs. Halldór og frumkvöðullinn Hjálmar Gíslason hafa hist reglulega ásamt öðrum, svo sem forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eftir að bankarnir fóru í þrot til að finna leiðir og hámarka þau tækifæri sem bíði starfsfólks bankanna. Þá hafa þeir kortlagt sprotageirann, sem þurfi á hæfu starfsfólki að halda, til að finna farveg fyrir þá þekkingu úr bankageiranum sem nú er á lausu. Ekki megi þó reikna með að sprotafyrirtækin geti tekið við öllum. Fleiri hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar en Nýsköpunarmiðstöðin, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins gerðu í síðustu viku með sér samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félagsmenn fjármálafyrirtækja, svo sem farveg fyrir nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Halldór segir hættuna felast í því að fólk í fjármálageiranum verði látið vinna uppsagnarfrest sinn og fari svo á atvinnuleysisbætur. Nær sé að hvetja fólk til að ræða saman og þróa hugmyndir sem það lumi á og vera þátttakendur í jákvæðu uppbyggingarferli á sama tíma og bætur eru greiddar. „Það er fullt af húsnæði laust og lítið mál að útvega skrifstofubúnað,“ segir Halldór.
Undir smásjánni Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira