Nálgast sársaukamörk Kauphallar? 28. maí 2008 00:01 Skipti gera stuttan stans í Kauphöll Íslands, en jafnskjótt og félagið var skráð á markað í mars var farið fram á afskráningu þess. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, heldur hér í Kauphallarbjöllustrenginn á móti Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Markaðurinn/Arnþór Hvað þolir Kauphöll Íslands mikla blóðtöku í afskráningum? Erfitt að segja til um þolmörkin í tölum. Aðalatriðið er að í Kauphöllinni séu öflug fyrirtæki og markaðurinn með bréf þeirra sé djúpur og skilvirkur. Hvað þetta varðar hefur náðst mikill árangur á undanförnum árum – og reyndar hefur fækkun fyrirtækja með sameiningum verið þáttur í að efla markaðinn. Viðskipti með hlutabréf á síðasta ári voru t.a.m. 15-20 sinnum meiri en á árunum 2000 og 2001 þegar hér voru skráð allt að 75 félög. Við bætist að samruni Kauphallarinnar við NASDAQ OMX gefur fyrirtækjum á markaði frekari tækifæri á sýnileika og vexti á alþjóðlegum grunni. Styrkur kauphallarinnar á heimamarkaði eykst fyrir vikið og skapar góð sóknarfæri fyrir skráð félög, sem og ný félög sem koma inn á markaðinn.Hver er lágmarksfjöldi fyrirtækja sem þarf til að standa undir starfhæfri Kauphöll? Enn er erfitt að tala í tölum. Færa má þó fyrir því veigamikil rök að 20-30 fyrirtæki sé vel viðunandi miðað við stærð hagkerfisins þegar horft er til aðalmarkaðarins. Einhver viðmið í tölum fyrir First North eru að mínu viti harla gagnslítil. Jafnframt er rétt að ítreka að fjöldi fyrirtækja er ekki sérstaklega gagnlegur mælikvarði til að meta kauphallir eða hlutabréfamarkaði. Aðrir mælikvarðar, svo sem velta, seljanleiki og markaðsvirði í hlutfalli við landsframleiðslu, segja miklu meira.Hverjar eru væntingar kauphallarinnar um framhaldið, fjölgar félögum eða fækkar? Þegar rofar til á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og í efnahagslífinu hér heima má reikna með að áhugi á nýskráningum færist í aukana á ný. Nokkur fyrirtæki, s.s. Promens, Icebank og Landic Property, hafa opinberlega lýst yfir áhuga á skráningu og því er líklegt að líf færist á ný í skráningar þegar markaðsaðstæður batna. Til heldur lengri tíma litið eru skráning orkufyrirtækja og endurinnkoma sjávarútvegsfyrirtækja einnig raunhæf markmið. Þessi félög yrðu mikill fengur fyrir íslenskan hlutabréfamarkað. Rétt er að benda á að skráning orkufyrirtækja krefst þess ekki að opinberir aðilar gefi eftir stjórn stærstu fyrirtækjanna. Ráðgjafar- og fjárfestingarfélög í orkugeiranum, sem sum hver eru nú dótturfélög opinberra félaga, gætu verið áhugaverðir fjárfestingarkostir fyrir almenning. Jafnframt kæmi til greina að skrá félög sem ætlunin væri að halda í meirihlutaeign opinberra aðila. Eins og áður berum við vonir til þess að NASDAQ OMX-samruninn feli í sér raunverulegan ávinning fyrir félög á íslenska markaðnum. Við erum þó ekki mjög upptekin af fjöldanum þótt vissulega fögnum við nýjum fyrirtækjum og aukinni fjölbreytni.Er hætta á að félög Kauphallarinnar verði of einsleit, til dæmis vegna vægis fjármálafyrirtækja, og er hægt að bregðast á einhvern hátt við? Fjölbreytni er vissulega æskileg en ekki má gera of mikið úr hættunni við einsleitni. Aðalatriðið er að reka skilvirkan markað með þau fyrirtæki sem þar eru. Gott dæmi um þetta er Helsinki þar sem viðskipti með Nokia eru um helmingur veltunnar og hefur félagið laðað að erlenda fjárfesta í miklum mæli inn á finnska markaðinn. Í raun væri hver kauphöll fullsæmd af því að hafa slíkt fyrirtæki þó það væri eitt á markaðnum. En vissulega er það kostur að hafa fyrirtæki úr mörgum áttum og að því vinnum við. Við má bæta að NASDAQ OMX-umhverfið gerir þetta atriði veigaminna en ef við værum enn staðbundin, lítil kauphöll. Reyndin er sú að fyrirtækin hér geta nú sett sig við hlið fyrirtækja í sama atvinnugeira á mörkuðum NASDAQ OMX beggja vegna Atlantshafsins og fjárfestar geta borið saman kosti sína í öllum geirum á öllum þessum mörkuðum.Hvaða þættir hafa mest áhrif á skráningu fyrirtækja í kauphöll? Samkeppnishæfni skiptir þar mestu máli. Þá er bæði átt við að rekstur Kauphallarinnar sé vel skipulagður og hagkvæmur og jafnframt að laga- og reglugerðarumhverfið stuðli að sem mestri samkeppnishæfni. Einnig hefur efnahagsástandið mikið að segja, í niðursveiflum dregur að jafnaði úr nýskráningum en þeim fjölgar í uppsveiflum. Viðunandi stöðugleiki í efnahagsmálum er að sama skapi lykilatriði. Loks er auðvitað hugarfarið mikilvægt, sóknarhugur, útrásarhugur Íslendinga er verðmæt auðlind.Hvaða þáttum er mikilvægast að huga að í rekstrarumhverfi Kauphallarinnar? Það hefur verið meginstefið í rekstri Kauphallarinnar og þeim umbótum sem við höfum beitt okkur fyrir að skapa hér alþjóðlegt umhverfi. Þess vegna erum við nú hluti af NASDAQ, stærstu kauphöll í heimi. Laga- og reglugerðarumhverfið þarf einnig að vera til fyrirmyndar og allir þeir sem hafa hlutverki að gegna í því efni þurfa að leggja sig fram um að markaðsaðstæður hér á landi séu eins og best gerist annars staðar. Í því sambandi má benda á eitt afar mikilvægt verkefni sem nú er unnið að, en það er skráning og uppgjör viðskipta í evrum.Hverjar eru líkurnar á að laða fleiri erlend fyrirtæki að Kauphöll Íslands? Ég tel líkurnar vera góðar – og við blasir að þær muni batna verulega þegar skilvirkri evruskráningu og -uppgjöri hefur verið komið á. Við erum með fjögur færeysk félög á markaði og líkur eru á fleiri skráningum þaðan í framtíðinni enda samstarf okkar við færeyska markaðinn mjög gott. Við höfum einnig bandaríska álframleiðandann Century Aluminum á markaði og því fyrirtæki hefur vegnað vel hér. Að öllu samanlögðu eru því ágætar forsendur til að vinna með í því skyni að laða að fleiri erlend fyrirtæki. Héðan og þaðan Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Hvað þolir Kauphöll Íslands mikla blóðtöku í afskráningum? Erfitt að segja til um þolmörkin í tölum. Aðalatriðið er að í Kauphöllinni séu öflug fyrirtæki og markaðurinn með bréf þeirra sé djúpur og skilvirkur. Hvað þetta varðar hefur náðst mikill árangur á undanförnum árum – og reyndar hefur fækkun fyrirtækja með sameiningum verið þáttur í að efla markaðinn. Viðskipti með hlutabréf á síðasta ári voru t.a.m. 15-20 sinnum meiri en á árunum 2000 og 2001 þegar hér voru skráð allt að 75 félög. Við bætist að samruni Kauphallarinnar við NASDAQ OMX gefur fyrirtækjum á markaði frekari tækifæri á sýnileika og vexti á alþjóðlegum grunni. Styrkur kauphallarinnar á heimamarkaði eykst fyrir vikið og skapar góð sóknarfæri fyrir skráð félög, sem og ný félög sem koma inn á markaðinn.Hver er lágmarksfjöldi fyrirtækja sem þarf til að standa undir starfhæfri Kauphöll? Enn er erfitt að tala í tölum. Færa má þó fyrir því veigamikil rök að 20-30 fyrirtæki sé vel viðunandi miðað við stærð hagkerfisins þegar horft er til aðalmarkaðarins. Einhver viðmið í tölum fyrir First North eru að mínu viti harla gagnslítil. Jafnframt er rétt að ítreka að fjöldi fyrirtækja er ekki sérstaklega gagnlegur mælikvarði til að meta kauphallir eða hlutabréfamarkaði. Aðrir mælikvarðar, svo sem velta, seljanleiki og markaðsvirði í hlutfalli við landsframleiðslu, segja miklu meira.Hverjar eru væntingar kauphallarinnar um framhaldið, fjölgar félögum eða fækkar? Þegar rofar til á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og í efnahagslífinu hér heima má reikna með að áhugi á nýskráningum færist í aukana á ný. Nokkur fyrirtæki, s.s. Promens, Icebank og Landic Property, hafa opinberlega lýst yfir áhuga á skráningu og því er líklegt að líf færist á ný í skráningar þegar markaðsaðstæður batna. Til heldur lengri tíma litið eru skráning orkufyrirtækja og endurinnkoma sjávarútvegsfyrirtækja einnig raunhæf markmið. Þessi félög yrðu mikill fengur fyrir íslenskan hlutabréfamarkað. Rétt er að benda á að skráning orkufyrirtækja krefst þess ekki að opinberir aðilar gefi eftir stjórn stærstu fyrirtækjanna. Ráðgjafar- og fjárfestingarfélög í orkugeiranum, sem sum hver eru nú dótturfélög opinberra félaga, gætu verið áhugaverðir fjárfestingarkostir fyrir almenning. Jafnframt kæmi til greina að skrá félög sem ætlunin væri að halda í meirihlutaeign opinberra aðila. Eins og áður berum við vonir til þess að NASDAQ OMX-samruninn feli í sér raunverulegan ávinning fyrir félög á íslenska markaðnum. Við erum þó ekki mjög upptekin af fjöldanum þótt vissulega fögnum við nýjum fyrirtækjum og aukinni fjölbreytni.Er hætta á að félög Kauphallarinnar verði of einsleit, til dæmis vegna vægis fjármálafyrirtækja, og er hægt að bregðast á einhvern hátt við? Fjölbreytni er vissulega æskileg en ekki má gera of mikið úr hættunni við einsleitni. Aðalatriðið er að reka skilvirkan markað með þau fyrirtæki sem þar eru. Gott dæmi um þetta er Helsinki þar sem viðskipti með Nokia eru um helmingur veltunnar og hefur félagið laðað að erlenda fjárfesta í miklum mæli inn á finnska markaðinn. Í raun væri hver kauphöll fullsæmd af því að hafa slíkt fyrirtæki þó það væri eitt á markaðnum. En vissulega er það kostur að hafa fyrirtæki úr mörgum áttum og að því vinnum við. Við má bæta að NASDAQ OMX-umhverfið gerir þetta atriði veigaminna en ef við værum enn staðbundin, lítil kauphöll. Reyndin er sú að fyrirtækin hér geta nú sett sig við hlið fyrirtækja í sama atvinnugeira á mörkuðum NASDAQ OMX beggja vegna Atlantshafsins og fjárfestar geta borið saman kosti sína í öllum geirum á öllum þessum mörkuðum.Hvaða þættir hafa mest áhrif á skráningu fyrirtækja í kauphöll? Samkeppnishæfni skiptir þar mestu máli. Þá er bæði átt við að rekstur Kauphallarinnar sé vel skipulagður og hagkvæmur og jafnframt að laga- og reglugerðarumhverfið stuðli að sem mestri samkeppnishæfni. Einnig hefur efnahagsástandið mikið að segja, í niðursveiflum dregur að jafnaði úr nýskráningum en þeim fjölgar í uppsveiflum. Viðunandi stöðugleiki í efnahagsmálum er að sama skapi lykilatriði. Loks er auðvitað hugarfarið mikilvægt, sóknarhugur, útrásarhugur Íslendinga er verðmæt auðlind.Hvaða þáttum er mikilvægast að huga að í rekstrarumhverfi Kauphallarinnar? Það hefur verið meginstefið í rekstri Kauphallarinnar og þeim umbótum sem við höfum beitt okkur fyrir að skapa hér alþjóðlegt umhverfi. Þess vegna erum við nú hluti af NASDAQ, stærstu kauphöll í heimi. Laga- og reglugerðarumhverfið þarf einnig að vera til fyrirmyndar og allir þeir sem hafa hlutverki að gegna í því efni þurfa að leggja sig fram um að markaðsaðstæður hér á landi séu eins og best gerist annars staðar. Í því sambandi má benda á eitt afar mikilvægt verkefni sem nú er unnið að, en það er skráning og uppgjör viðskipta í evrum.Hverjar eru líkurnar á að laða fleiri erlend fyrirtæki að Kauphöll Íslands? Ég tel líkurnar vera góðar – og við blasir að þær muni batna verulega þegar skilvirkri evruskráningu og -uppgjöri hefur verið komið á. Við erum með fjögur færeysk félög á markaði og líkur eru á fleiri skráningum þaðan í framtíðinni enda samstarf okkar við færeyska markaðinn mjög gott. Við höfum einnig bandaríska álframleiðandann Century Aluminum á markaði og því fyrirtæki hefur vegnað vel hér. Að öllu samanlögðu eru því ágætar forsendur til að vinna með í því skyni að laða að fleiri erlend fyrirtæki.
Héðan og þaðan Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira