Ímynd og sparisjóður Vala Georgsdóttir skrifar 2. apríl 2008 00:01 Gluggað í tölurnar á bak við ímyndina Mikilvægt er að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfi, að sögn þeirra Ingibjargar Ástu Halldórsdóttur, forstöðukonu á markaðssviði Sparisjóðsins, og Höllu Helgadóttur, hjá auglýsingastofunni Fíton.Markaðurinn/GVA Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið. Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið.
Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira