Stímfjárfestar tapa hundruðum milljóna 2. desember 2008 18:45 Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður Stíms, birti í yfirlýsingu sinni hluthafalista félagsins. Stærsti eigandi félagsins er félag stofnað af gamla Glitni sem á 32,5%. Gunnar Torfason, kunningi Jakobs Valgeirs og sjávarútvegsfræðingur, athafnamaður og fjárfestir átti 15 prósent. SPV fjárfesting hf, félag í eigu Byrs, átti 10% en einn af stærstu hluthöfum Byrs er Glitnir. BLÓ ehf á þá 10% hlut í Stím en það félag er að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar. Hann seldi Frumherja í byrjun árs 2007 til félags í eigu Finns Ingólfssonar. Ofjarl á einnig 10% en eigendur þess félags er Jakob Valgeir Flosason og Ástmar Ingvarsson. Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs á Bolungarvík. Ástmar er eigandi bílasölunnar Bílaborgar í Reykjavík. Auk þess eiga Jakob Valgeir og Ástmar 2,5 prósent í Stím hvor. Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingarbanka eiga 8,75% og Saga Capital á sjálfur á 6,25%. Það félag á einnig tæpt prósent í Byr. Að síðustu á Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, 2,5 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu þessir fjárfestar fram 5 milljarða í eigið fé í viðskiptum Stíms. Félagið keypti hlutabréf í Glitni og FL Group. Reyndar hefur stærsti hluti bréfanna í FL og Glitni verið seldur en Stím átti 0,66% hlut þegar FL var afskráð og 0,87% hlut í Glitni þegar bankinn var þjóðnýttur. Ljóst er að þeir fjárfestar sem tóku þátt í Stím ævintýrinu hafa tapað hundruðum milljóna hver. Félagið sem var stofnað af gamla Glitni hefur tapað um 1,6 milljarði, Gunnar Torfason 750 milljónum, SPV, BLÓ og Ofjarl 500 milljónum hvert, viðskiptavinir Saga Capital rúmum 437 milljörðum, Saga Capital rúmum 312, Ástmar og feðgarnir Jakob Valgeir og Flosi Jakob 125 milljónum hver. Stím málið Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður Stíms, birti í yfirlýsingu sinni hluthafalista félagsins. Stærsti eigandi félagsins er félag stofnað af gamla Glitni sem á 32,5%. Gunnar Torfason, kunningi Jakobs Valgeirs og sjávarútvegsfræðingur, athafnamaður og fjárfestir átti 15 prósent. SPV fjárfesting hf, félag í eigu Byrs, átti 10% en einn af stærstu hluthöfum Byrs er Glitnir. BLÓ ehf á þá 10% hlut í Stím en það félag er að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar. Hann seldi Frumherja í byrjun árs 2007 til félags í eigu Finns Ingólfssonar. Ofjarl á einnig 10% en eigendur þess félags er Jakob Valgeir Flosason og Ástmar Ingvarsson. Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs á Bolungarvík. Ástmar er eigandi bílasölunnar Bílaborgar í Reykjavík. Auk þess eiga Jakob Valgeir og Ástmar 2,5 prósent í Stím hvor. Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingarbanka eiga 8,75% og Saga Capital á sjálfur á 6,25%. Það félag á einnig tæpt prósent í Byr. Að síðustu á Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, 2,5 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu þessir fjárfestar fram 5 milljarða í eigið fé í viðskiptum Stíms. Félagið keypti hlutabréf í Glitni og FL Group. Reyndar hefur stærsti hluti bréfanna í FL og Glitni verið seldur en Stím átti 0,66% hlut þegar FL var afskráð og 0,87% hlut í Glitni þegar bankinn var þjóðnýttur. Ljóst er að þeir fjárfestar sem tóku þátt í Stím ævintýrinu hafa tapað hundruðum milljóna hver. Félagið sem var stofnað af gamla Glitni hefur tapað um 1,6 milljarði, Gunnar Torfason 750 milljónum, SPV, BLÓ og Ofjarl 500 milljónum hvert, viðskiptavinir Saga Capital rúmum 437 milljörðum, Saga Capital rúmum 312, Ástmar og feðgarnir Jakob Valgeir og Flosi Jakob 125 milljónum hver.
Stím málið Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira