Sport

Kínverjar komnir með tvö gull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katerina Emmons vann fyrstu gullverðlauninn á ÓL í Peking.
Katerina Emmons vann fyrstu gullverðlauninn á ÓL í Peking. Nordic Photos / AFP
Nú þegar eru gestgjafar Kínverja komnir með tvö gull en keppni hófst í mörgum greinum skömmum eftir miðnætti í nótt.

Það var þó Tékkinn Katerina Emmons sem vann fyrstu gullverðlaun leikanna. Hún gerði það í skotfimi af tíu metra færi. Kínverjinn Du Li átti reyndar titil að verja í greininni en komst ekki á verðlaunapall.

Fyrstu gullverðlaun Kínverja fékk Chen Xiexa í lyftingum, 48kg flokki. Snemma í morgun vann svo Pang Wei gullverðlaun í skotfimi af tíu metra færi, í karlaflokki.

Samuel Sanchez frá Spáni vann til gullverðlauna í götukeppni á hjólreiðum og Alina Dumirtu frá Rúmeníu vann gull í 48kg flokki kvenna í júdó. Hún hefur reyndar ekki tapað á stórmóti síðan 1996.

Þegar þetta er ritað á enn eftir að vinna til þriggja gullverðlauna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×