Erlent

Herför Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum styrkir al-Kaída

MYND/AP

Herför Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum hefur ekki veikt al-Kaída-samtökin. Þvert á móti virðist hún jafnvel hafa styrkt þau.

Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem breska ríkisútvarpið BBC lagði fyrir 24.000 manns í 23 þjóðlöndum. Aðeins í einu þessara landa, sem var Kenýa, fékkst meirihluti fyrir þeirri skoðun að stríðið gegn hryðjuverkum hefði veikt al-Kaída-samtökin. Annars staðar gátu aðspurðir ekki fallist á þetta og margir töldu raunar að stríðið hefði blásið samtökunum auknum lífsanda í brjóst og þar með styrkt þau.

Svo töldu yfir 40 prósent þátttakenda í Frakklandi, Ítalíu, Mexíkó, Bretlandi og Austurríki. Í Bandaríkjunum voru 34 prósent þátttakenda í könnuninni á því að höggi hefði verið komið á al-Kaída, 26 prósent töldu stríðið gegn hryðjuverkum engin áhrif hafa haft og 33 prósent töldu samtökin hafa styrkst. Þá var það niðurstaða meirihlutans í Bandaríkjunum að hvorki al-Kaída né George Bush hefðu yfirhöndina í stríðinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×