Erlent

Fundu tvö börn í frysti í Maryland

Renee Bowman er grunuð um að hafa myrt börnin sín og fryst þau.
Renee Bowman er grunuð um að hafa myrt börnin sín og fryst þau. MYND/AP

Lögregla í bænum Lusby í Maryland í Bandaríkjunum hefur handtekið 43 ára gamla konu eftir að lík af tveimur börnum fundust í frysti á heimili hennar.

Konan hefur viðurkennt að um sé að ræða börn sem hún ættleiddi og að þau hafi verið í frystinum í um hálft ár. Lögregla vitjaði hússins um helgina vegna fregna af því að þriðja barnið á heimilinu, sem einnig er ættleitt, sætti illri meðferð og væri ekki sinnt. Það var þá sem hún fann börnin tvö í frystinum. Konan hefur einnig viðurkennt að hafa barið þriðja barnið með háhæluðum skóm.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×