Erlent

Björgunaráætlunin felld

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi fyrir stundu frumvarp um áætlun bandarískra stjórnvalda til bjargar fjármálakerfinu. Atkvæðagreiðslan hefur verið stöðvuð og standa samningaviðræður yfir um næstu skref.

 

Verði áætlunin samþykkt fær bandaríska fjármálaráðuneytið sem svarar um 66.500 milljörðum króna til að koma bönkunum til aðstoðar.

Mikill ótti greip um sig í röðum bandarískra fjárfesta eftir að niðurstaðan lá fyrir enda óttast margir þeirra að fjármálakerfið standi á brauðfótum. Geti svo farið að verulega gefi á bátinn í bankaheiminum í kjölfarið og muni vandinn breiða úr sér víða um heim.

Helstu hlutabréfavísitölur féllu hratt skömmu síðar.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 4,76 prósent en Nasdaq-vísitalan um 6,39 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×