Erlent

Bandarísk herskip sitja um sjóræningja

Óli Tynes skrifar
Bátar sjóræningjanna við Faina.
Bátar sjóræningjanna við Faina. MYND/AP

Þrjú bandarísk herskip hafa umkringt flurningaskip sem sómalskir sjóræningjar rændu fyrir helgi.

Skipið er frá Úkraínu og um borð í því eru 33 rússneskir skriðdrekar og ýmis önnur hergögn. Stjórnvöld í Kenya segja að farmurinn sé handa stjórnarher þeirra.

Ekki er vitað hversu margir sjóræningjarnir eru en 21. manns áhöfn var um borð í flutningaskipinu. Einn þeirra er sagður hafa látist, en sjóræningjarnir segjast fara vel með áhöfnina.

Þeir heimta 20 milljónir dollara í lausnargjald, sem er um tveir milljarðar íslenskra króna.

Þyrlur af bandarísku herskipunum hafa sveimað yfir úrkrainska skipinu sem heitir Faina. Talsmaður samtaka sjómanna í Austur Afríku segir að farmur skipsins sé svo hættulegur að ekki sé óhætt að ráðast um borð með vopnavaldi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×