Erlent

Óvæntir nágrannar

Óli Tynes skrifar
Celebrity Solstice siglir niður Ems.
Celebrity Solstice siglir niður Ems. MYND/AP

Skyldi honum nokkuð hafa brugðið eiganda þessa pena litla húss þegar hann leit út um bakgluggann hjá sér og sá að þar var allt í einu komin risastór blokk.

Þessi blokk hafði samt ekki langa viðdvöl í garðinum hans.

Þetta var nefnilega skemmtiferðaskipið Celebrity Solstice að sigla eftir ánni Ems. Það er stærsta skip sem smíðað hefur verið í Þýskalandi, hvorki meira né minna en 122 þúsund tonn.

Skipið er 315 metra langt og 36,8 metrar að breidd. Í því eru 1.426 káetur fyrir 2.852 farþega. Eigandinn er bandaríska útgerðin Celebrity.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×