Erlent

Danir óttast afleiðingu ríkisvæðingar Glitnis

Danir hafa áhyggur af afleiðingum yfirtöku ríkisins á Glitni en ítarlegar er fjallað um hana í dönskum miðlum og víðar um heim.

Glitnir er með rekstur í níu erlendum ríkjum. Bandaríkjunum, Bretlandi, Finnlandi, Kanada, Kína, Lúxembúrg, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Auk þess hefur Glitnir sótt um að opna útibú á Indlandi. Miðlar í þessu ríkjum sem og annars staðar hfa fjallað um þjóðnýtingu bankans.

Danir fjalla ítarlega um málið og hafa áhyggur. Í danska viðskiptablaðinu Börsen segir að íslensk fjármálakreppa muni hafa dómínó-áhrif í Danmörku.

Íslendingar séu tengdir velþekktum dönskum félögum og atburðir dagins hvað varðar Glitni og greiðslustöðvun Stoða sé til þess að viðvörunarljós blikki á fjármálamörkuðum og í stjórnarherbergjum í Danaveldi.

Bjarke Roed Frederiksen hjá greiningardeild Nordea-bankans segir í samtali við Börsen að ef íslenskt efnahagslíf hrynji muni það slæm áhrif í Danmörku en ef þetta reynis hins vegar ekki vera verra en það sem þegar hafi komið fram í dag veðri áhrifin ekki mikil.

Í viðtali við kanadíska blaðið Financial Post segir sérfræðingur frá KNG Securities í Lundúnum að þó Kaupþing og Landsbankinn séu með góða lausafjárstöðu sé sú hætta fyrir hendi að markaðurinn komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu í svipuðum vanda og Glitnir þá það sé ekki raunin. Það auki við vandann og þá gæti reynst erfitt fyrir ríkisstjónina að leysa hann.

Í Noregi var merki Glitnis áberandi í gær en bankinn var aðal styrktaraðili Óslóarmaraþonsins sem fór fram í höfuðstað Noregs í gær. Athygli vakti að norska krónprinsessan, Mette Marit, var meðal fimm þúsund og fimm hundruð þátttakenda. Hún hljóp tíu kílómetrana á einni klukkustund og nítján mínútum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×