Erlent

Verslunareigandi varar við kóki

Verslunareigandi í Meland í Noregi hefur límt miða með aðvörunarorðum gegn kóka kóla á goskælinn hjá sér.

Er bæði varað við því að drykkurinn sé vanabindandi og að of mikil sykurneysla geti haft skaðleg áhrif á heilsuna. Með þessu vill hann vekja viðskiptavinina til umhugsunar þegar þeir kaupa sér gos. Eigandinn segir það mjög eðlilegt að varað sé við sykruðu gosi eins og reykingum og vísar til viðvörunarorða á sígarettupökkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×