Handbolti

Róbert skoraði átta gegn sínum gömlu félögum

Róbert Gunnarsson
Róbert Gunnarsson NordicPhotos/GettyImages

Gummersbach vann í kvöld öruggan sigur á Fram 38-27 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í handbolta, en leikið var ytra. Þýska liðið hafði tveggja marka forystu í hálfleik en stakk af í þeim síðari.

Róbert Gunnarsson var næstmarkahæstur í liði Gummersbach og skoraði átta mörk gegn sínum gömlu félögum úr Safamýrinni.

Liðin leika síðari leik sinn á sama stað á sunnudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×