Handbolti

Alfreð bjartsýnni en á sama tíma í fyrra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alfreð er bjartsýnn fyrir Evrópumótið.
Alfreð er bjartsýnn fyrir Evrópumótið.

Alfreð Gíslalason, landsliðsþjálfari Íslands, er bjartsýnn fyrir Evrópumótið sem hefst eftir rúma viku.

„Ég er mun bjartsýnni en á sama tíma í fyrra þegar við vorum að fara að leika á heimsmeistaramótinu. Eftir erfiða byrjun þá náðum við þar mjög góðu móti sem hefði getað verið enn betra," sagði Alfreð í viðtali við Stöð 2.

„Núna bíð ég eftir að fá Sverre úr veikindunum, Garcia er kominn til landsins og síðan er mikilvægt að Alex verði orðinn heill. Ef allt þetta gengur upp þá lítur þetta mjög vel út."

Ísland leikur tvo æfingaleiki gegn Tékklandi á sunnudag og mánudag en það er lokaundirbúningur liðsins fyrir EM.

„Við erum með mjög gott lið. Vissulega eru ákveðnir veikleikar en toppurinn í þessum handbolta er orðinn svo þéttur að öll lið meðal tíu til tólf bestu geta unnið hvort annað," sagði Alfreð við Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×