Sport

Setningarhátíðinni lokið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Setningarhátíð Ólympíuleikanna 2008 er lokið. Athöfnin tók rúma fjóra klukkutíma en henni er nýlokið. Hún byrjaði á magnaðri sýningu sem var ansi litrík og flugeldar spiluðu stórt hlutverk.

Að því loknu þá gengu keppendur á leikunum inn á völlinn. Örn Arnarson sundkappi var fánaberi íslenska hópsins en hér til hliðar má sjá mynd af því þegar íslenski hópurinn gekk inn á völlinn.





Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær
Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Eftir það hófust ræðuhöld þar sem Hu Jintao, forseti Kína, setti leikana formlega. Að lokum var hinn frægi Ólympíueldur tendraður og flugeldum skotið á loft.

90 þúsund áhorfendur voru á vellinum og fylgdust með sjónarspilinu. Á morgun verður síðan keppt í alls 17 af 28 íþróttagreinum á leikunum sem standa yfir til 24. ágúst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×