Handbolti

Noregur vann Ungverjaland í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Håvardt Tvedten og Glenn Solberg, leikmenn norska liðsins.
Håvardt Tvedten og Glenn Solberg, leikmenn norska liðsins.

Norðmenn unnu í gær sex marka sigur á Ungverjum á Posten Cup-mótinu í Noregi, 35-29. Staðan í hálfleik var 16-15, Ungverjum í vil.

Ungverjar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en þjálfari liðsins ákvað að gefa fleiri mönnum tækifæri í seinni hálfleik.

Norðmenn mæta B-liði Íslands í dag og Ungverjaland mætir Portúgal á lokadegi mótsins.

Ísland vann í gær Portúgal en tapaði naumlega fyrir Ungverjalandi á fyrsta degi mótsins. Norðmenn hafa unnið báða leiki sína á mótinu til þessa.

Håvard Tvedten og Kristian Kjelling skoruðu sjö mörk fyrir Norðmenn í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×