Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown tilkynnti að senda ætti fleiri hermenn til Afghanistan þannig að um næsta vor yrði meira en 8000 breskir hermenn þar í landi. Hann sagði að meira en 630 nýjar stöður yrðu búnar til sem þýddi að aukningin yrði 230 stöður þar sem áætlanir væru að hætta með 400 aðrar stöður þar í landi.
Síðan 2001 hafa 102 breskir hermenn verið drepnir í Afghanistan, síðast í liðinni viku þegar fimm hermenn voru drepnir.
Brown vill hafa tölu hermanna í Afghanistan sem hæsta til þess að halda við þeim þrýstingi sem fyrir er á Talebana. Honum þótti þó ekki vænlegt að þeir hermenn kæmu frá Írak þar sem þörf væri í báðum löndum að hafa hermenn.