Viðskipti innlent

Hreint hræðilegar fréttir, segir framkvæmdastjóri SSF

Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að þetta séu hreint hræðilegar fréttir sem berst nú úr Landsbankanum.

Friðbert segir í samtali við visir.is að hann hafi enn ekki náð tali af starfsmannastjóra Landsbankans svo hann veit ekki nákvæmlega hvað er í gangi í augnablikinu.

"En ef það reynist rétt að um 500 starfsmenn bankans séu að missa vinnu sína eru það hræðilegar fréttir," segir Friðbert. "Margt af þessu fólki er ungt og vel menntað og sumir kannski að koma úr löngu námi erlendis."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×