Viðskipti innlent

Ilva Jákups í gjaldþrotameðferð

Jákup Jacobsen, eigandi Lagersins.
Jákup Jacobsen, eigandi Lagersins.

Breska húsgagnakeðjan Ilva Furniture er komin í gjaldþrotameðferð eftir því sem bresk blöð greina frá. Ilva er í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Lagersins sem er aftur í eigu Jákups Jacobsen, sem oftast er kenndur við Rúmfatalagerinn.

Lagerinn keypti Ilva í ágúst á síðasta ári og hafði upp háar hugmyndir um að stækka og efla fyrirtækið. Húsgagnabransinn hefur hins vegar fengið að kenna á niðursveiflu í bresku efnahagslífi að undanförnu að sögn Retail Week og hafa nokkur fyrirtæki lagt upp laupana að undanförnu.

Ljóst er að gjaldþrotameðferð Ilva setur um 400 störf hjá fyrirtækinu í hættu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×