Seðlabankinn hefði átt að grípa fyrr til aðgerða 21. maí 2008 13:55 Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. „Seðlabankinn er í mjög erfiðri stöðu," segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Gylfi, sem var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag, sagði Seðlabankann annars vegar horfa fram á mjög mikið verðbólguskot þar sem verðbólga sé fimm sinnum hærri en verðbólgumarkmið Seðlabankans. „Það er eðlilegt að hann bregðist við því með háum stýrivöxtum," segir Gylfi og bendir á að það hafi ekki skilað þeim árangri sem menn hafi vonast til. Þá sagði hann bankann glíma við fjármagnsskort. Gylfi sagði svo geta farið að hagkerfið sé að kólna hratt og gætu margir lent í vandræðum, ekki síst ef bankar skrúfi fyrir útlán. "Við þau skilyrði ætti Seðlabankinn alla jafna að dæla fé inn í hagkerfið," segir hann. Bankar beggja vegna Atlantsála hafi brugðið á það ráð. „Íslenski seðlabankinn er hins vegar á milli steins og sleggju." Gylfi sagði sömuleiðis að hægt hefði verið að sjá fyrir þann vanda sem hagkerfið standi frammi fyrir nú og hefði átt að auka gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans fyrr. „Hann er alltof lítill miðað við umsvif fjármálakerfisins. En það er auðvelt að vera vitur eftir,“ sagði Gylfi og benti á að íslenska krónan geri lítið gagn. „Það var vítaverð vanræksla að grípa ekki til aðgerða fyrr.“ Hádegisviðtalið má sjá í heild sinni hér. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Seðlabankinn er í mjög erfiðri stöðu," segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Gylfi, sem var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag, sagði Seðlabankann annars vegar horfa fram á mjög mikið verðbólguskot þar sem verðbólga sé fimm sinnum hærri en verðbólgumarkmið Seðlabankans. „Það er eðlilegt að hann bregðist við því með háum stýrivöxtum," segir Gylfi og bendir á að það hafi ekki skilað þeim árangri sem menn hafi vonast til. Þá sagði hann bankann glíma við fjármagnsskort. Gylfi sagði svo geta farið að hagkerfið sé að kólna hratt og gætu margir lent í vandræðum, ekki síst ef bankar skrúfi fyrir útlán. "Við þau skilyrði ætti Seðlabankinn alla jafna að dæla fé inn í hagkerfið," segir hann. Bankar beggja vegna Atlantsála hafi brugðið á það ráð. „Íslenski seðlabankinn er hins vegar á milli steins og sleggju." Gylfi sagði sömuleiðis að hægt hefði verið að sjá fyrir þann vanda sem hagkerfið standi frammi fyrir nú og hefði átt að auka gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans fyrr. „Hann er alltof lítill miðað við umsvif fjármálakerfisins. En það er auðvelt að vera vitur eftir,“ sagði Gylfi og benti á að íslenska krónan geri lítið gagn. „Það var vítaverð vanræksla að grípa ekki til aðgerða fyrr.“ Hádegisviðtalið má sjá í heild sinni hér.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira