Ótrúlegur sigur Svía á Spánverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2008 16:34 Lokasekúndurnar í leik Svía og Spánverja voru einhverjar þær ótrúlegustu sem hafa sést lengi í handbolta. Svíþjóð vann leikinn, 27-26, á ótrúlegan máta en staðan var jöfn þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Svíar fengu vítakast þegar 50 sekúndur voru til leiksloka en Hombrados varði frá Kim Andersson. Spánverjar fóru því í sókn og áttu þann kost að tryggja sér sigur í leiknum. Tíminn var stöðvaður þegar tíu sekúndur voru til leiksloka vegna brottvísunar. Landsliðsþjálfari Spánverja ákvað að taka markvörðinn út af og setja aukamann í sóknina. En Spánverjar voru of fljótir að skjóta á markið. Tomas Svensson varði, gaf fram á Jonas Källmann sem skoraði í autt markið um leið og leiktíminn rann út. Þar með tryggði hann Svíum dýrmætum sigur og Spánverjar sitja væntanlega eftir með sárt ennið enda nánast ógerlegt fyrir liðið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum nú. Svíar byrjuðu betur í leiknum og komust í 5-2 forystu. Spánverjar skoruðu þá fjögur mörk í röð og eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna. Staðan í hálfleik var 14-13, Spánverjum í vil. Spánn skoraði svo tvö vyrstu mörkin í seinni hálfleik og komust þá í þriggja marka forskot í fyrsta skiptið í leiknum. Þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka jókst sá munur í fjögur mörk í söðunni 20-16. En þá komu sex mörk Svía gegn aðeins einu frá Spánverjum og tóku Svíar þar með forystuna á nýjan leik, 22-21. Spennan var mikil lokamínútur leiksins en Svíar virtust ætla að sigla fram úr er þeir skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 26-24 og aðeins fimm mínútur til leiksloka. En Spánverjum tókst að jafna metin enn og aftur og var staðan jöfn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum, 26-26. Källman var markahæstur Svía með átta mörk og Martin Boquist kom næstur með fimm mörk. Hjá Spánverjum var Juan Garcia Lorenzana markahæstur með átta mörk en þeir Ruben Garabaya Arenas og Iker Romero Fernandez skoruðu fjögur mörk hver. Í 1. milliriðli vann Króatía skyldusigur á Svartfjallalandi, 34-26, eftir að Svartfellingar voru óvænt með forystuna í hálfleik, 13-12. Króatar tóku þó öll völd í vellinum í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur. Igor Vori skoraði níu mörk í leiknum og Ivan Cupic sex. Hjá Svartfjallalandi var Petar Kapisoda markahæstur með sjö mörk. Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Sjá meira
Lokasekúndurnar í leik Svía og Spánverja voru einhverjar þær ótrúlegustu sem hafa sést lengi í handbolta. Svíþjóð vann leikinn, 27-26, á ótrúlegan máta en staðan var jöfn þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Svíar fengu vítakast þegar 50 sekúndur voru til leiksloka en Hombrados varði frá Kim Andersson. Spánverjar fóru því í sókn og áttu þann kost að tryggja sér sigur í leiknum. Tíminn var stöðvaður þegar tíu sekúndur voru til leiksloka vegna brottvísunar. Landsliðsþjálfari Spánverja ákvað að taka markvörðinn út af og setja aukamann í sóknina. En Spánverjar voru of fljótir að skjóta á markið. Tomas Svensson varði, gaf fram á Jonas Källmann sem skoraði í autt markið um leið og leiktíminn rann út. Þar með tryggði hann Svíum dýrmætum sigur og Spánverjar sitja væntanlega eftir með sárt ennið enda nánast ógerlegt fyrir liðið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum nú. Svíar byrjuðu betur í leiknum og komust í 5-2 forystu. Spánverjar skoruðu þá fjögur mörk í röð og eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna. Staðan í hálfleik var 14-13, Spánverjum í vil. Spánn skoraði svo tvö vyrstu mörkin í seinni hálfleik og komust þá í þriggja marka forskot í fyrsta skiptið í leiknum. Þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka jókst sá munur í fjögur mörk í söðunni 20-16. En þá komu sex mörk Svía gegn aðeins einu frá Spánverjum og tóku Svíar þar með forystuna á nýjan leik, 22-21. Spennan var mikil lokamínútur leiksins en Svíar virtust ætla að sigla fram úr er þeir skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 26-24 og aðeins fimm mínútur til leiksloka. En Spánverjum tókst að jafna metin enn og aftur og var staðan jöfn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum, 26-26. Källman var markahæstur Svía með átta mörk og Martin Boquist kom næstur með fimm mörk. Hjá Spánverjum var Juan Garcia Lorenzana markahæstur með átta mörk en þeir Ruben Garabaya Arenas og Iker Romero Fernandez skoruðu fjögur mörk hver. Í 1. milliriðli vann Króatía skyldusigur á Svartfjallalandi, 34-26, eftir að Svartfellingar voru óvænt með forystuna í hálfleik, 13-12. Króatar tóku þó öll völd í vellinum í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur. Igor Vori skoraði níu mörk í leiknum og Ivan Cupic sex. Hjá Svartfjallalandi var Petar Kapisoda markahæstur með sjö mörk.
Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Sjá meira