Erlent

Obama neitar að fresta kappræðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Forsetaframbjóðandinn Barack Obama þvertekur fyrir að kappræðum þeirra John McCain í Mississippi-háskóla annað kvöld verði frestað.

Ástæða hugsanlegrar frestunar er sú að McCain hefur lýst því yfir að hann hyggist gera hlé á kosningabaráttu sinni til að taka þátt í vinnu þingsins við aðgerðaáætlun gegn fjármálakreppunni sem herjar á Bandaríkin. Obama leggur hins vegar ofurkapp á að einmitt á þessum tímum sé það mikilvægt að frambjóðendurnir séu sýnilegir og ræði eins mikið við almenning og kostur er á, meðal annars um efnahagsvandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×