Erlent

Dönsk einkafyrirtæki annast segulómmyndun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Tvö einkafyrirtæki á Jótlandi hafa nú fengið leyfi til að taka segulómmyndir af sjúklingum til að saxa á biðlista sem nú telur um 12.000 manns.

Leyfið nær til næstu tveggja ára og á verkefninu að ljúka árið 2010. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa átt undir högg að sækja vegna langra biðlista og stöðugra kjaradeilna en samið var við starfsfólk sjúkrahúsa í vor eftir margar vikna verkfall. Segulómmyndirnar nýtast meðal annars við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma auk þess sem með þeim má skoða blæðingar í og við heila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×