Erlent

Kínverjar ætla í geimgöngu

Óli Tynes skrifar
Kínverska geimfarinu skotið á loft í dag.
Kínverska geimfarinu skotið á loft í dag.

Geimfar sem Kínverjar skutu á loft í dag er komið á braut um jörðu að sögn kínversku ríkisfréttastofunnar.

Um borð eru þrír geimfarar og þetta er þriðja mannaða geimferð landsins. Í þessari ferð er ráðgert að kínverskur geimfari fari í fyrsta skipti í geimgöngu.

Kínverjar sendu í fyrsta skipti mannað geimfar á braut um jörðu í október árið 2003. Kína er þriðja þjóðin sem sendir mönnuð geimför á braut um jörðu.

Hinar eru Rússland sem varð fyrst til þess og Bandaríkin sem voru fyrst til að senda mönnuð geimför til annarra hnatta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×