Erlent

Enn einn fellybylurinn að myndast

Ike olli gríðarlegu tjóni í Galveston borg í Texas.
Ike olli gríðarlegu tjóni í Galveston borg í Texas. MYND/AP

Enn einn hitabeltisstormurinn er nú að myndast á Atlantshafinu að því er sérfræðingar í Bandaríkjunum segja. Þessi er sá ellefti í röðinni það sem af er þessu tímabili og hefur hann fengið nafnið Kyle. Stormurinn er nú um eittþúsund kílómetra suð-suðvestur af Bermúda eyjaklasanum.

Stormar hafa þegar valdið gríðarlegu tjóni í Bandaríkjunum og á eyjum Karíbahafsins en skemmst er að minnast Ike, sem lét til sín taka fyrir um viku síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×