Viðskipti innlent

Sparisjóðabankinn fær frest í tvær vikur

Gengið hefur verið frá samkomulagi við Sparisjóðabankann vegna veðkrafna Seðlabankans upp á rúma 60 milljarða kr. Fær Sparisjóðabankinn tveggja vikna frest til að leysa málið.

„Við fáum þennan frest til að koma með tillögur að framtíðarlausn á þessum vanda," segir Agnar Hansson forstjóri Sparisjóðabankans.

Fram kemur hjá Agnari að hann sé bjartsýnn á að það mál gangi upp. Eins og fram kom á Vísi í gærdag hafa erlendir lánardrottnar Sparisjóðabankans verið hérlendis frá því um síðustu helgi. Hafa þeir unnið með Sparisjóðabankanum að málinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×