Í útilegu með öll þægindi 26. mars 2008 00:01 Björgvin Barðdal segir þægindi sem fólk sé vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. fréttablaðið/arnþór „Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira