Körfubolti

Bulls héldu velli

Jónas Haraldsson skrifar
Luol Deng, leikmaður Bulls, setur hér tvö af sínum 25 stigum í leiknum í gærkvöldi.
Luol Deng, leikmaður Bulls, setur hér tvö af sínum 25 stigum í leiknum í gærkvöldi. MYND/AFP
Chicago Bulls og Detroit Pistons áttust við í fjórða leik liðanna í beinni útsendingu á Sýn í gær. Leikurinn fór fram í Chicago. Detroit var búið að vinna fyrstu þrjá leikina í seríunni og gátu endað hana en Bulls voru á öðru máli.

Bulls voru ekki tilbúnir að fara í sumarfrí. Í þriðja leiknum misstu þeir niður 19 stiga forskot og töpuðu honum á síðustu sekúndunum. Í gær stóðu Bulls af sér harað sókn Pistons undir lok leiksins. Staðan eftir þriðja leikhluta var 77- 56, Bulls í vil. Þegar 3:55 voru eftir af leiknum minnkaði Chauncey Billups, leikmaður Pistons, muninn í 87 - 80 en Bulls stóðu af sér áhlaupið.

„Við fundum á okkur að við værum að komast í gírinn," sagði Kirk Heinrich, leikmaður Bulls, við fréttamenn eftir leikinn. „Maður finnur fyrir því þegar stefna breytist. Við þurftum bara að anda djúpt og halda áfram því sem við vorum að gera, hreyfa boltann, halda leiknum hröðum og vinna vel í vörninni."

Bulls eiga engu að síður erfiða leið fyrir höndum ef þeir ætla sér að sigra seríuna en aðeins þrjú lið, í öllum atvinnumannagreinum í Bandaríkjunum, hafa borið sigur úr býtum í sjö leikja seríum eftir að hafa lent 3 - 0 undir.

Stigahæstur leikmanna Bulls var Luol Deng, 22 ára framherji frá Súdan, með 25 stig og 13 fráköst. Ben Wallace, fyrrum leikmaður Pistons, hirti 17 fráköst og skoraði 11 stig.

stigahæstur Piston-manna var Chauncey Billups með 23 stig en hann gaf einnig 8 stoðsendingar í leiknum.

„Ég er vonsvikinn yfir því að við töpuðum og yfir því að við vorum ekki eins og við eigum að vera að okkur," sagði Flip Saunders, þjálfari Pistons. „Við verðum að fara að gera það sem við gerum vel. Þegar við tökum 25 þriggja stiga skot sést að við erum frekar að reyna að fara auðveldu leiðina, reyna að skora með heimhlaupi frekar að skora eitt stig í einu og gera þetta jafnt og þétt."

Næsti leikur Bulls og Piston verður í Detroit á þriðjudaginn kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×