Bulls héldu velli Jónas Haraldsson skrifar 14. maí 2007 09:26 Luol Deng, leikmaður Bulls, setur hér tvö af sínum 25 stigum í leiknum í gærkvöldi. MYND/AFP Chicago Bulls og Detroit Pistons áttust við í fjórða leik liðanna í beinni útsendingu á Sýn í gær. Leikurinn fór fram í Chicago. Detroit var búið að vinna fyrstu þrjá leikina í seríunni og gátu endað hana en Bulls voru á öðru máli. Bulls voru ekki tilbúnir að fara í sumarfrí. Í þriðja leiknum misstu þeir niður 19 stiga forskot og töpuðu honum á síðustu sekúndunum. Í gær stóðu Bulls af sér harað sókn Pistons undir lok leiksins. Staðan eftir þriðja leikhluta var 77- 56, Bulls í vil. Þegar 3:55 voru eftir af leiknum minnkaði Chauncey Billups, leikmaður Pistons, muninn í 87 - 80 en Bulls stóðu af sér áhlaupið. „Við fundum á okkur að við værum að komast í gírinn," sagði Kirk Heinrich, leikmaður Bulls, við fréttamenn eftir leikinn. „Maður finnur fyrir því þegar stefna breytist. Við þurftum bara að anda djúpt og halda áfram því sem við vorum að gera, hreyfa boltann, halda leiknum hröðum og vinna vel í vörninni." Bulls eiga engu að síður erfiða leið fyrir höndum ef þeir ætla sér að sigra seríuna en aðeins þrjú lið, í öllum atvinnumannagreinum í Bandaríkjunum, hafa borið sigur úr býtum í sjö leikja seríum eftir að hafa lent 3 - 0 undir. Stigahæstur leikmanna Bulls var Luol Deng, 22 ára framherji frá Súdan, með 25 stig og 13 fráköst. Ben Wallace, fyrrum leikmaður Pistons, hirti 17 fráköst og skoraði 11 stig. stigahæstur Piston-manna var Chauncey Billups með 23 stig en hann gaf einnig 8 stoðsendingar í leiknum. „Ég er vonsvikinn yfir því að við töpuðum og yfir því að við vorum ekki eins og við eigum að vera að okkur," sagði Flip Saunders, þjálfari Pistons. „Við verðum að fara að gera það sem við gerum vel. Þegar við tökum 25 þriggja stiga skot sést að við erum frekar að reyna að fara auðveldu leiðina, reyna að skora með heimhlaupi frekar að skora eitt stig í einu og gera þetta jafnt og þétt." Næsti leikur Bulls og Piston verður í Detroit á þriðjudaginn kemur. Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Chicago Bulls og Detroit Pistons áttust við í fjórða leik liðanna í beinni útsendingu á Sýn í gær. Leikurinn fór fram í Chicago. Detroit var búið að vinna fyrstu þrjá leikina í seríunni og gátu endað hana en Bulls voru á öðru máli. Bulls voru ekki tilbúnir að fara í sumarfrí. Í þriðja leiknum misstu þeir niður 19 stiga forskot og töpuðu honum á síðustu sekúndunum. Í gær stóðu Bulls af sér harað sókn Pistons undir lok leiksins. Staðan eftir þriðja leikhluta var 77- 56, Bulls í vil. Þegar 3:55 voru eftir af leiknum minnkaði Chauncey Billups, leikmaður Pistons, muninn í 87 - 80 en Bulls stóðu af sér áhlaupið. „Við fundum á okkur að við værum að komast í gírinn," sagði Kirk Heinrich, leikmaður Bulls, við fréttamenn eftir leikinn. „Maður finnur fyrir því þegar stefna breytist. Við þurftum bara að anda djúpt og halda áfram því sem við vorum að gera, hreyfa boltann, halda leiknum hröðum og vinna vel í vörninni." Bulls eiga engu að síður erfiða leið fyrir höndum ef þeir ætla sér að sigra seríuna en aðeins þrjú lið, í öllum atvinnumannagreinum í Bandaríkjunum, hafa borið sigur úr býtum í sjö leikja seríum eftir að hafa lent 3 - 0 undir. Stigahæstur leikmanna Bulls var Luol Deng, 22 ára framherji frá Súdan, með 25 stig og 13 fráköst. Ben Wallace, fyrrum leikmaður Pistons, hirti 17 fráköst og skoraði 11 stig. stigahæstur Piston-manna var Chauncey Billups með 23 stig en hann gaf einnig 8 stoðsendingar í leiknum. „Ég er vonsvikinn yfir því að við töpuðum og yfir því að við vorum ekki eins og við eigum að vera að okkur," sagði Flip Saunders, þjálfari Pistons. „Við verðum að fara að gera það sem við gerum vel. Þegar við tökum 25 þriggja stiga skot sést að við erum frekar að reyna að fara auðveldu leiðina, reyna að skora með heimhlaupi frekar að skora eitt stig í einu og gera þetta jafnt og þétt." Næsti leikur Bulls og Piston verður í Detroit á þriðjudaginn kemur.
Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum