Hluthöfum fækkar Björgvin Guðmundsson skrifar 5. desember 2007 00:01 Fundur Fjármálaeftirlitsins um yfirtökureglur Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, hefur velt upp þeirri spurningu hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum. Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku. Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku.
Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira