McGrady sallaði 47 stigum á Jazz 2. nóvember 2007 04:48 Tracy McGrady lék sér að vörn Utah í nótt NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tracy McGrady var maður kvöldsins þegar hann skoraði 47 stig í góðum útisigri Houston á Utah 106-95. Utah hafði betur í fyrsta leikhlutanum en McGrady hélt Houston inni í leiknum og sallaði stigunum á heimamenn. Houston náði þarna fram smá hefndum á Utah, sem hafði betur í einvígi liðanna í úrslitakeppninni í vor. Mike James skoraði 15 stig fyrir Houston og lék vel í sínum öðrum leik fyrir félagið. Houston hafði ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005, en þá skoraði McGrady einmitt 44 stig. "Þetta hefur nú ekki mikla þýðingu af því þetta er nú bara annar leikurinn á tímabilinu, en ég nýt mín vel með nýja þjálfarateyminu og það er gaman að spila undir stjórn þeirra," sagði McGrady stóískur eftir leikinn. Yao Ming var ekki jafn rólegur og sagði sigurinn hafa haft sérstaka þýðingu. "Þetta var leikur átta fyrir okkur," sagði hann og vísaði í tap Houston fyrir Utah í oddaleiknum í úrslitakeppninni síðasta vor. Carlos Boozer var öflugur í liði Utah með 30 stig og 16 fráköst og Deron Williams skoraði 18 stig og gaf 13 stoðsendingar, en liðið var fjarri sínu besta í leiknum. Liðið tapaði 20 boltum og hitti illa á vítalínunni. "Það voru allir að reyna að spila einn á einn og vinna leikinn þannig. Við erum bara ekki með einstaklinga sem geta unnið leiki á þann máta," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. Utah hafði 12 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en þá var röðin komin að McGrady. Hann var maðurinn á bak við yfirburði Houston í öðrum og þriðja leikhluta og setti svo stóran þrist undir lokin þegar heimamenn gerðu sig líklega til að stela leiknum með því að minnka muninn í fimm stig. Varamenn Houston skoruðu 30 stig gegn aðeins 13 frá varamönnum Utah. Tayshaun Prince keyrir hér að Ricky Davis hjá Miami. Þeir tveir voru stigahæstu menn vallarins í nótt.NordicPhotos/GettyImages 14 töp í röð hjá Miami Detroit gerði góða ferð niður til Miami og vann 91-80 sigur. Tayshaun Prince setti persónulegt met þegar hann skoraði 34 stig fyrir Detroit og hirti auk þess 12 fráköst. Leikurinn var nokkuð jafn lengst af en gestirnir sigu framúr með góðri rispu í fjórða leikhlutanum. Rip Hamilton var ekki með liði Detroit af persónulegum ástæðum. Chauncey Billups skoraði 19 stig og gaf 11 stoðsendingar. Nýr liðsmaður Miami, Ricky Davis, var stigahæstur í liðinu með 23 stig í nótt, en Miami var án Dwyane Wade sem missir af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla. Shaquille O´Neal skoraði ekki stig í fyrri hálfleiknum og setti aðeins 9 stig úr 6 skotum í leiknum. Detroit tryggði sér sigurinn með 12-0 spretti í fjórða leikhlutanum þar sem svæðisvörn liðsins setti Miami út af laginu. Þetta var annað heimatap Miami í röð í opnunarleik, en á síðustu leiktíð fékk liðið eina verstu rassskellingu í sögu félagsins þegar það steinlá heima fyrir Chicago 108-66 í opnunarleiknum - kvöldið sem liðið fékk afhenta meistarahringana fyrir sigurinn í deildinni 2006. "Við gerðum ekkert annað en að taka stökkskot allan leikinn - allt of mikið af stökkskotum. Ég verð að fá fleiri en sex skot í leik ef við eigum að vinna - sérstaklega þangað til Dwyane kemur aftur," sagði fúll Shaquille O´Neal eftir leikinn. Penny Hardaway spilaði sinn fyrsta NBA leik í næstum tvö ár þegar hann spilaði 8 mínútur fyrir Miami. Hann náði ekki að skora í leiknum. Tapið í nótt var 14. tap Miami í röð í öllum keppnum. Liðið tapaði tveimur síðustu leikjunum í deildarkeppninni síðasta vor, fjórum í röð í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, öllum sjö leikjunum á æfingatímabilinu á dögunum og svo opnunarleiknum í deildinni. Kevin Durant treður með tilþrifum gegn Phoenix í nótt. Nýliðinn átti ágætan leik þó það nægði liði hans Seattle ekki til sigurs.NordicPhotos/GettyImages Fínn leikur Durant dugði ekki gegn Phoenix Nýliðinn Kevin Durant fann sig vel í öðrum leik sínum í deildinni í nótt, en það dugði liði hans Seattle ekki til sigurs gegn Phoenix á heimavelli. Leikurinn var í járnum allt fram í fjórða leikhluta, en hann vann Phoenix 27-17 og kláraði leikinn 106-99. Kevin Durant var stigahæstur hjá Seattle með 27 stig og leit mun betur út en í fyrsta leiknum sínum gegn Denver í fyrrakvöld, þar sem hann virkaði mjög taugaóstyrkur. Chris Wilcox skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst fyrir Seattle og voru þeir félagar í sérflokki í liðinu. Amare Stoudemire var atkvæðamestur í annars jöfnu liði Phoenix með 23 stig og 11 fráköst. Phoenix liðið virkaði dálítið ryðgað í opnunarleik sínum en þar á bæ er takmarkið í vetur mjög einfalt. "Við ætlum að vinna síðasta leikinn okkar næsta sumar," sagði Steve Nash og vísaði í meistarametnað liðsins. Nash skoraði 18 stig í leiknum í nótt, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst - en tapaði reyndar 7 af 19 boltum Phoenix liðsins í leiknum. Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst, Grant Hill skoraði 13 stig og varamaðurinn Marcus Banks var mjög drúgur á lokasprettinum þar sem hann skoraði 9 af 12 stigum sínum - þar af þrjá þrista í röð á mikilvægum spretti sem tryggði sigur liðsins. Amare Stoudemire þekkir vel hvernig er að koma nýr inn í deildina, en hann kom sjálfur beint úr menntaskóla og var kjörinn nýliði ársins á sínum tíma. Margir tippa á að Kevin Durant hjá Seattle hljóti þann heiður næsta vor og Stoudemire var ánægður með unga manninn. "Hann var mjög grimmur og skaut nokkuð vel. Hann á eftir að spjara sig vel í þessari deild. Ég er nokkuð hrifinn af leik hans," sagði Stoudemire, sem er óðum að jafna sig eftir tvo hnéuppskurði. Þetta var 41. opnunarleikurinn langri sögu Seattle Supersonics, en á föstudaginn verður væntanlega tilkynnt að liðið verði flutt frá borginni eftir að ekki náðist að semja um byggingu nýrrar byggingar undir liðið. Stuðningsmenn Seattle eru sárir yfir stöðu mála og hrópuðu "björgum Sonics" og héldu á skiltum sem sýndu tryggð þeirra við félagið. Búist er við því að eigandi liðsins flytji það til heimaborgar sinnar - Oklahoma - sem hýsti lið New Orleans Hornets með miklum ágætum eftir fellibylinn Katrínu. NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tracy McGrady var maður kvöldsins þegar hann skoraði 47 stig í góðum útisigri Houston á Utah 106-95. Utah hafði betur í fyrsta leikhlutanum en McGrady hélt Houston inni í leiknum og sallaði stigunum á heimamenn. Houston náði þarna fram smá hefndum á Utah, sem hafði betur í einvígi liðanna í úrslitakeppninni í vor. Mike James skoraði 15 stig fyrir Houston og lék vel í sínum öðrum leik fyrir félagið. Houston hafði ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005, en þá skoraði McGrady einmitt 44 stig. "Þetta hefur nú ekki mikla þýðingu af því þetta er nú bara annar leikurinn á tímabilinu, en ég nýt mín vel með nýja þjálfarateyminu og það er gaman að spila undir stjórn þeirra," sagði McGrady stóískur eftir leikinn. Yao Ming var ekki jafn rólegur og sagði sigurinn hafa haft sérstaka þýðingu. "Þetta var leikur átta fyrir okkur," sagði hann og vísaði í tap Houston fyrir Utah í oddaleiknum í úrslitakeppninni síðasta vor. Carlos Boozer var öflugur í liði Utah með 30 stig og 16 fráköst og Deron Williams skoraði 18 stig og gaf 13 stoðsendingar, en liðið var fjarri sínu besta í leiknum. Liðið tapaði 20 boltum og hitti illa á vítalínunni. "Það voru allir að reyna að spila einn á einn og vinna leikinn þannig. Við erum bara ekki með einstaklinga sem geta unnið leiki á þann máta," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. Utah hafði 12 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en þá var röðin komin að McGrady. Hann var maðurinn á bak við yfirburði Houston í öðrum og þriðja leikhluta og setti svo stóran þrist undir lokin þegar heimamenn gerðu sig líklega til að stela leiknum með því að minnka muninn í fimm stig. Varamenn Houston skoruðu 30 stig gegn aðeins 13 frá varamönnum Utah. Tayshaun Prince keyrir hér að Ricky Davis hjá Miami. Þeir tveir voru stigahæstu menn vallarins í nótt.NordicPhotos/GettyImages 14 töp í röð hjá Miami Detroit gerði góða ferð niður til Miami og vann 91-80 sigur. Tayshaun Prince setti persónulegt met þegar hann skoraði 34 stig fyrir Detroit og hirti auk þess 12 fráköst. Leikurinn var nokkuð jafn lengst af en gestirnir sigu framúr með góðri rispu í fjórða leikhlutanum. Rip Hamilton var ekki með liði Detroit af persónulegum ástæðum. Chauncey Billups skoraði 19 stig og gaf 11 stoðsendingar. Nýr liðsmaður Miami, Ricky Davis, var stigahæstur í liðinu með 23 stig í nótt, en Miami var án Dwyane Wade sem missir af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla. Shaquille O´Neal skoraði ekki stig í fyrri hálfleiknum og setti aðeins 9 stig úr 6 skotum í leiknum. Detroit tryggði sér sigurinn með 12-0 spretti í fjórða leikhlutanum þar sem svæðisvörn liðsins setti Miami út af laginu. Þetta var annað heimatap Miami í röð í opnunarleik, en á síðustu leiktíð fékk liðið eina verstu rassskellingu í sögu félagsins þegar það steinlá heima fyrir Chicago 108-66 í opnunarleiknum - kvöldið sem liðið fékk afhenta meistarahringana fyrir sigurinn í deildinni 2006. "Við gerðum ekkert annað en að taka stökkskot allan leikinn - allt of mikið af stökkskotum. Ég verð að fá fleiri en sex skot í leik ef við eigum að vinna - sérstaklega þangað til Dwyane kemur aftur," sagði fúll Shaquille O´Neal eftir leikinn. Penny Hardaway spilaði sinn fyrsta NBA leik í næstum tvö ár þegar hann spilaði 8 mínútur fyrir Miami. Hann náði ekki að skora í leiknum. Tapið í nótt var 14. tap Miami í röð í öllum keppnum. Liðið tapaði tveimur síðustu leikjunum í deildarkeppninni síðasta vor, fjórum í röð í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, öllum sjö leikjunum á æfingatímabilinu á dögunum og svo opnunarleiknum í deildinni. Kevin Durant treður með tilþrifum gegn Phoenix í nótt. Nýliðinn átti ágætan leik þó það nægði liði hans Seattle ekki til sigurs.NordicPhotos/GettyImages Fínn leikur Durant dugði ekki gegn Phoenix Nýliðinn Kevin Durant fann sig vel í öðrum leik sínum í deildinni í nótt, en það dugði liði hans Seattle ekki til sigurs gegn Phoenix á heimavelli. Leikurinn var í járnum allt fram í fjórða leikhluta, en hann vann Phoenix 27-17 og kláraði leikinn 106-99. Kevin Durant var stigahæstur hjá Seattle með 27 stig og leit mun betur út en í fyrsta leiknum sínum gegn Denver í fyrrakvöld, þar sem hann virkaði mjög taugaóstyrkur. Chris Wilcox skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst fyrir Seattle og voru þeir félagar í sérflokki í liðinu. Amare Stoudemire var atkvæðamestur í annars jöfnu liði Phoenix með 23 stig og 11 fráköst. Phoenix liðið virkaði dálítið ryðgað í opnunarleik sínum en þar á bæ er takmarkið í vetur mjög einfalt. "Við ætlum að vinna síðasta leikinn okkar næsta sumar," sagði Steve Nash og vísaði í meistarametnað liðsins. Nash skoraði 18 stig í leiknum í nótt, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst - en tapaði reyndar 7 af 19 boltum Phoenix liðsins í leiknum. Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst, Grant Hill skoraði 13 stig og varamaðurinn Marcus Banks var mjög drúgur á lokasprettinum þar sem hann skoraði 9 af 12 stigum sínum - þar af þrjá þrista í röð á mikilvægum spretti sem tryggði sigur liðsins. Amare Stoudemire þekkir vel hvernig er að koma nýr inn í deildina, en hann kom sjálfur beint úr menntaskóla og var kjörinn nýliði ársins á sínum tíma. Margir tippa á að Kevin Durant hjá Seattle hljóti þann heiður næsta vor og Stoudemire var ánægður með unga manninn. "Hann var mjög grimmur og skaut nokkuð vel. Hann á eftir að spjara sig vel í þessari deild. Ég er nokkuð hrifinn af leik hans," sagði Stoudemire, sem er óðum að jafna sig eftir tvo hnéuppskurði. Þetta var 41. opnunarleikurinn langri sögu Seattle Supersonics, en á föstudaginn verður væntanlega tilkynnt að liðið verði flutt frá borginni eftir að ekki náðist að semja um byggingu nýrrar byggingar undir liðið. Stuðningsmenn Seattle eru sárir yfir stöðu mála og hrópuðu "björgum Sonics" og héldu á skiltum sem sýndu tryggð þeirra við félagið. Búist er við því að eigandi liðsins flytji það til heimaborgar sinnar - Oklahoma - sem hýsti lið New Orleans Hornets með miklum ágætum eftir fellibylinn Katrínu.
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira