Viðskipti erlent

Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast

Martha Stewart.
Martha Stewart.

Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005.

Helsta ástæðan fyrir aukningunni er talsvert betri auglysingasala í tímaritum fyrirtækisins í fyrra en árið á undan.

Fjölmiðlar vestra segja greinilegt að Martha Stewart hafi heldur betur rétt úr kútnum í fyrra en hún var meðal annars dæmd til að greiða 13,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar við sölu á hlutabréfum í lyfjafyrirtæki árið 2001. Fyrirtækið vann að þróun krabbameinslyfs. En Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti fyrirtækinu ekki leyfi fyrir framleiðslunni og féllu bréf þeirra í verði í kjölfarið. Stewart slapp hins vegar með skrekkinn enda seldi hún bréf sín rétt fyrir hrunið. Verðbréfamiðlari hennar mun hafa greint Stewart frá því að fyrir lægi að fyrirtækið fengi ekki leyfi fyrir framleiðslu lyfsins áður en það var gert opinbert og nýtti hún sér upplýsingarnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×