Sport

Henin vann opna bandaríska

Elvar Geir Magnússon skrifar
Justine Henin var kát og glöð.
Justine Henin var kát og glöð.

Belgíska tennisdrottningin Justine Henin vann einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu. Hún lagði Svetlönu Kuznetsovu frá Rússlandi í úrslitaleik í New York 6-1 og 6-3. Henin tapaði ekki setti í einliðaleik kvenna.

„Þetta er frábær tilfinning. Minn fyrsti sigur hér fyrir fjórum árum er ótrúleg minning," sagði Henin en þetta er í annað sinn sem hún vinnur bandaríska meistaramótið, hún sigraði einnig árið 2003.

Henin tileinkaði sigurinn Carlos Rodriguez, þjálfara sínum. „Við höfum starfað saman í ellefu ár. Þetta hefur verið heljarinnar ævintýri. Hann gerir mig betri persónu, betri leikmann. Án hans væri ég ekki þessi Justine," sagði Justine Henin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×