Jón Ásgeir hættur sem forstjóri Baugs 8. júní 2007 13:19 Jón Ásgeir Jóhannesson, fráfarandi forstjóri Baugs Group. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag. Þá verður Stefán H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, staðgengill forstjóra. Skarphéðinn Berg Steinarsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Property & Investments sviðs Baugs tekur við forstjórastarfi hjá Stoðir Group, sem er nýstofnað félag sem tekur yfir rekstur Stoða hf. og fleiri fasteignafélaga. Hreinn Loftsson, sem hingað til hefur gengt starfi stjórnarformanns, mun sitja áfram í stjórn félagsins og gegna ráðgjafastörfum fyrir það.Breytingar á stjórn BaugsGunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.Í tilkynningu frá Baugi segir að breytingarnar séu gerðar með það fyrir augum að gera stjórnun félagsins enn skilvirkari en áður í fjölþættri sókn þess á alþjóðavettvangi.Haft er eftir Jóni Ásgeiri, sem sömuleiðis tók við stjórnarformennsku í FL Group af Skarphéðni Berg í dag, að fyrirtækið hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum og sé Baugur Group nú það fjárfestingarfélag á sviði smásölu og fasteigna sem hraðast vex í heiminum, Hafi umfangið kallað á breytt skipulag til að vöxtur og velgengni félagsins geti haldið áfram.„Við höfum sett okkur þau markmið að verða stærsta fjárfestingarfyrirtæki í heiminum í fjárfestingum tengdum verslunarrekstri innan 5 ára. Að ná slíku markmiði krefst þess að Baugur sé í framlínu á þróun rekstrarumhverfis verslunar auk þess að vera leiðandi þátttakandi í þeirri gríðarlegu samþættingu verslunar sem mun eiga sér stað á komandi árum. Í starfi mínu sem starfandi stjórnarformaður mun mér gefast tækifæri til að þróa þessa sýn, horfa lengra fram á veginn og byggja upp umhverfi sem gerir Baugi kleift að ná settum markmiðum á þessu sviði," segir Jón Ásgeir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag. Þá verður Stefán H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, staðgengill forstjóra. Skarphéðinn Berg Steinarsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Property & Investments sviðs Baugs tekur við forstjórastarfi hjá Stoðir Group, sem er nýstofnað félag sem tekur yfir rekstur Stoða hf. og fleiri fasteignafélaga. Hreinn Loftsson, sem hingað til hefur gengt starfi stjórnarformanns, mun sitja áfram í stjórn félagsins og gegna ráðgjafastörfum fyrir það.Breytingar á stjórn BaugsGunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.Í tilkynningu frá Baugi segir að breytingarnar séu gerðar með það fyrir augum að gera stjórnun félagsins enn skilvirkari en áður í fjölþættri sókn þess á alþjóðavettvangi.Haft er eftir Jóni Ásgeiri, sem sömuleiðis tók við stjórnarformennsku í FL Group af Skarphéðni Berg í dag, að fyrirtækið hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum og sé Baugur Group nú það fjárfestingarfélag á sviði smásölu og fasteigna sem hraðast vex í heiminum, Hafi umfangið kallað á breytt skipulag til að vöxtur og velgengni félagsins geti haldið áfram.„Við höfum sett okkur þau markmið að verða stærsta fjárfestingarfyrirtæki í heiminum í fjárfestingum tengdum verslunarrekstri innan 5 ára. Að ná slíku markmiði krefst þess að Baugur sé í framlínu á þróun rekstrarumhverfis verslunar auk þess að vera leiðandi þátttakandi í þeirri gríðarlegu samþættingu verslunar sem mun eiga sér stað á komandi árum. Í starfi mínu sem starfandi stjórnarformaður mun mér gefast tækifæri til að þróa þessa sýn, horfa lengra fram á veginn og byggja upp umhverfi sem gerir Baugi kleift að ná settum markmiðum á þessu sviði," segir Jón Ásgeir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira