LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd 22. febrúar 2007 22:04 Ekkert varð af fyrirhuguðum félagaskiptum Jason Kidd, en heimildir herma að Lakers hafi samþykkt skilmála New Jersey um að fá hann í kvöld NordicPhotos/GettyImages Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira