Konurnar sex 1. ágúst 2007 04:00 Í þessari viku þegar komandi verslunarmannahelgi bindur endahnútinn á sumarið, er útsvarið sígilt umræðuefni í fjölmiðlum. Annars vegar hversu mikið ríkustu menn hafa greitt eða ekki greitt í skatta og hins vegar hversu illa Samband ungra sjálfstæðismanna kann við að opinber gjöld séu opinber. Nú hefur ekki verið í tísku í nokkur ár að ragast í því hversu svakalega mikla peninga fáeinar manneskjur hafa á milli handanna. Einmitt þeir ofurríku séu verðmætasta fólkið fyrir samfélagið, beri vitni um vaxandi velsæld í landinu og því skuli samgleðjast. Allar vangaveltur um misskiptingu veraldargæða séu öfundsýki. Ósköp venjulegri réttlætiskennd finnst samt eitthvað skakkt við það að stakur maður skuli hafa svo mikið í vasanum að hann greiði allt að fjögurhundruð milljónir í skatta. Líklega hefur svo efnað fólk mikið ímyndunarafl því það þarf yfir höfuð að láta sér detta ýmislegt í hug til að nota allt þetta fé annað en að græða á því enn meiri peninga. Einhverjir halda svakalegar afmælisveislur fyrir sjálfa sig og gefa svo eitthvað svolítið í góðgerðarmál, en samt er ævintýralega mikið eftir. Svo kemur í ljós að af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru sex konur. Fyrir þá sem hafa gaman af prósentureikningi þýðir það að 93,3% þeirra sem eiga mest í handraðanum þetta árið eru karlar. Ef talsmenn nýfrjálshyggju byggðu á staðreyndum segðu þessar tölur væntanlega til um ólíka samkeppnishæfni karla og kvenna en ekki nokkurn hlut um mismikil tækifæri. Fáir dirfast þó að halda því beinlínis fram að karlar séu hreinlega svona miklu klárari en konur. Vilji til að leita raunverulegra skýringa á því að konur skuli varla komast á listann nema kannski sem eiginkonur auðmanna ætti auðvitað að vera kappsmál allra þeirra sem láta sig samfélagið varða. Það er löngu tímabært að áhugi á misrétti kynjanna hætti að vera málefni sérstakra hagsmunahópa. Ef Samband ungra sjálfstæðismanna hefur raunverulegan áhuga á tækifærum einstaklingsins ætti félagið að ræða ójafna stöðu og tækifæri kynjanna. Sýndarmennska af því tagi sem fer fram í árlegum giggum formanns félagsins hjá skattstjóra skilar engu í þá áttina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun
Í þessari viku þegar komandi verslunarmannahelgi bindur endahnútinn á sumarið, er útsvarið sígilt umræðuefni í fjölmiðlum. Annars vegar hversu mikið ríkustu menn hafa greitt eða ekki greitt í skatta og hins vegar hversu illa Samband ungra sjálfstæðismanna kann við að opinber gjöld séu opinber. Nú hefur ekki verið í tísku í nokkur ár að ragast í því hversu svakalega mikla peninga fáeinar manneskjur hafa á milli handanna. Einmitt þeir ofurríku séu verðmætasta fólkið fyrir samfélagið, beri vitni um vaxandi velsæld í landinu og því skuli samgleðjast. Allar vangaveltur um misskiptingu veraldargæða séu öfundsýki. Ósköp venjulegri réttlætiskennd finnst samt eitthvað skakkt við það að stakur maður skuli hafa svo mikið í vasanum að hann greiði allt að fjögurhundruð milljónir í skatta. Líklega hefur svo efnað fólk mikið ímyndunarafl því það þarf yfir höfuð að láta sér detta ýmislegt í hug til að nota allt þetta fé annað en að græða á því enn meiri peninga. Einhverjir halda svakalegar afmælisveislur fyrir sjálfa sig og gefa svo eitthvað svolítið í góðgerðarmál, en samt er ævintýralega mikið eftir. Svo kemur í ljós að af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru sex konur. Fyrir þá sem hafa gaman af prósentureikningi þýðir það að 93,3% þeirra sem eiga mest í handraðanum þetta árið eru karlar. Ef talsmenn nýfrjálshyggju byggðu á staðreyndum segðu þessar tölur væntanlega til um ólíka samkeppnishæfni karla og kvenna en ekki nokkurn hlut um mismikil tækifæri. Fáir dirfast þó að halda því beinlínis fram að karlar séu hreinlega svona miklu klárari en konur. Vilji til að leita raunverulegra skýringa á því að konur skuli varla komast á listann nema kannski sem eiginkonur auðmanna ætti auðvitað að vera kappsmál allra þeirra sem láta sig samfélagið varða. Það er löngu tímabært að áhugi á misrétti kynjanna hætti að vera málefni sérstakra hagsmunahópa. Ef Samband ungra sjálfstæðismanna hefur raunverulegan áhuga á tækifærum einstaklingsins ætti félagið að ræða ójafna stöðu og tækifæri kynjanna. Sýndarmennska af því tagi sem fer fram í árlegum giggum formanns félagsins hjá skattstjóra skilar engu í þá áttina.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun