Ríkasti Rússinn kaupir í Kanada 17. maí 2007 06:30 Oleg Deripaska. Kanadískir fjölmiðlar eru ánægðir með aðkomu eins af ríkustu mönnum Rússlands í hluthafahóp Magna International. MYND/AFP Rússneski milljarðamæringurinn Oleg Deripaska hefur keypt ráðandi hlut í kanadíska stórfyrirtækinu Magna International, sem framleiðir ýmsa íhluti í bíla. Kaupverð nemur 1,54 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 98,6 milljarða íslenskra króna. Magna International er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hug á að kaupa Chrysler-hluta þýsk-bandaríska bílaframleiðandans DaimlerChrysler. Hann var hins vegar seldur til fjárfestingasjóðsins Cerberus á sunnudag. Fjölmiðlar í Kanada segja það góðar fréttir því Magna hafi litla reynslu af framleiðslu bíla og hefði orðið fyrir skelli vegna viðvarandi rekstrarvanda Chrysler. Magna geti því einbeitt sér að framleiðslu sinni en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins til margra ára er DaimlerChrysler. Þá horfir fyrirtækið til vaxtar í Evrópu og í Rússlandi. Oleg er einn af ríkustu mönnum Rússlands. Á meðal eigna hans er álfyrirtækið Rusal og tæpur 10 prósenta hlutur í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Sömuleiðis á Deripaska rússneska bílaframleiðandann Gaz, annan stærsta bílaframleiðanda Rússlands sem þekktastur er fyrir að framleiða bíla undir merkinu Volga. Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rússneski milljarðamæringurinn Oleg Deripaska hefur keypt ráðandi hlut í kanadíska stórfyrirtækinu Magna International, sem framleiðir ýmsa íhluti í bíla. Kaupverð nemur 1,54 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 98,6 milljarða íslenskra króna. Magna International er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hug á að kaupa Chrysler-hluta þýsk-bandaríska bílaframleiðandans DaimlerChrysler. Hann var hins vegar seldur til fjárfestingasjóðsins Cerberus á sunnudag. Fjölmiðlar í Kanada segja það góðar fréttir því Magna hafi litla reynslu af framleiðslu bíla og hefði orðið fyrir skelli vegna viðvarandi rekstrarvanda Chrysler. Magna geti því einbeitt sér að framleiðslu sinni en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins til margra ára er DaimlerChrysler. Þá horfir fyrirtækið til vaxtar í Evrópu og í Rússlandi. Oleg er einn af ríkustu mönnum Rússlands. Á meðal eigna hans er álfyrirtækið Rusal og tæpur 10 prósenta hlutur í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Sömuleiðis á Deripaska rússneska bílaframleiðandann Gaz, annan stærsta bílaframleiðanda Rússlands sem þekktastur er fyrir að framleiða bíla undir merkinu Volga.
Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira