Körfubolti

NBA í nótt: Cleveland vann Dallas

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Pierce var heitur í nótt.
Paul Pierce var heitur í nótt.

Þrír leikir voru í NBA-deildinni í nótt. Dallas Mavericks tapaði sínum öðrum leik í röð, eftir fimm leikjasigurhrinu þar á undan, þegar það beið lægri hlut fyrir Cleveland Cavaliers á heimavelli.

Cleveland vann 88-81 þar sem LeBron James skoraði 24 stig. Josh Howard og Dirk Nowitzki voru með nítján stig hvor í liði Dallas.

Phoenix vann LA Clippers 108-88. Amara Stoudemire var stigahæstur hjá heimamönnum með 30 stig en í liði Los Angeles skoraði Corey Maggette 21 stig.

Paul Pierce var í aðalhlutverki þegar Boston Celtics vann Seattle 104-96. Hann skoraði 37 stig í þessum leik fyrir Boston en Kevin Garnett var með 23 stig. Í liði Seattle var Kevin Durant stigahæstur með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×