Viðskipti erlent

Royal Unibrew féll um 15%

Hlutabréf í Royal Unibrew féllu um 15,3% í dag eftir að félagið skilaði slöku uppgjöri á þriðja ársfjórðungi. Félagið hagnaðist um 79 milljónir danskra króna, um 930 milljónum króna, sem var þriðjungssamdráttur á milli ára.

Hagnaður, framlegð og velta voru undir væntingum markaðsaðila. Veltan var um 1.093 milljarðar DK, sem var um 6% undir spám, en einkum virðist sem að salan hafi brugðist á mörkuðum í Vestur-Evrópu og í Póllandi. FL Group er stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25,5% hlut. Hálf fimm fréttir Kaupþings banka segja frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×