Viðskipti erlent

Kínverjar loka á útflutning á leikföngum

Leikfangaverksmiðja í Kína.
Leikfangaverksmiðja í Kína. MYND/AFP

Stjórnvöld í Kína hafa lokað á allan útflutning leikfanga vegna eiturefna sem hafa fundist í þeim. Mikið hefur verið um innkallanir á leikföngum framleiddum í Kína vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þá fannst einnig efni sem tengist nauðgunarlyfinu GHB í einu þeirra.

Kínversk stjórnvöld hafa lokað á allan útflutning á meðan málið er í rannsókn. Að minnsta kosti níu börn í Bandaríkjunum hafa verið lögð inn á spítala eftir að hafa stungið upp í sig leikfangi sem var þakið GHB nauðgunarlyfinu. Þá hafa fjögur börn í Ástralíu verið lögð inn á spítala og tvö á Nýja Sjálandi. Enn er þó ekki vitað í hvaða verksmiðjum hin "eitruðu" lekföng voru framleidd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×