Körfubolti

Fyrsti sigur Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Valur og Hamar mættust í botnslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn.

Svo fór að Valur vann leikinn, 45-42, þrátt fyrir að hafa skorað aðeins fjögur stig í fjórða leikhluta. Staðan í hálfleik var 28-22, Val í vil.

Signý Hermannsdóttir og Hafdís Helgadóttir voru stigahæstar í liði Vals með tíu stig. Þórunn Bjarnadóttir skoraði níu stig.

Hjá Hamri var La K. Barkus langstigahæst með 27 stig en hún skoraði 60 prósent stiga Hamars. Hún tók einnig tólf fráköst.

Ragnheiður Magnúsdóttir skoraði átta stig og Fanney Guðmundsdóttir sex. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×