Innlent

Sektaður fyrir að vera ekki með ábreiðu á farmi

Nokkrar stórar malarnámur eru í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.
Nokkrar stórar malarnámur eru í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. MYND/Vilhelm

Lögreglan á Selfossi sektaði í gær eiganda flutningabíls í malarflutningum fyrir að hafa ekki ábreiðu á farmi sínum. Var þetta liður í sérstöku átaki lögreglunnar sem hefur fengið allnokkur mál inn á sitt borð þar sem skemmdir hafa orðið á minni bílum eftir að möl hefur fallið eða fokið af malarflutningabíl.

Stórar malarnámur eru í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, þar á meðal í Lamabafelli og Bolöldu þar sem lögregla var við eftirlit í gær. Lögregla segir að svo virðist sem sektin sem hún veitti flutningabílstjóranum í gær hafi spurst furðufljótt út því skömmu síðar voru flestir bílar á svæðinu komnir með ábreiðu yfir malarfarm sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×