Innlent

Kalli Bjarni edrú og laus úr fangelsi

Kalli Bjarni er edrú í dag að sögn móður hans
Kalli Bjarni er edrú í dag að sögn móður hans Mynd/Hari

Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni, er laus úr gæsluvarðhaldi sem hann hefur setið í frá því að hann var gripinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í byrjun júní. Að sögn móður hans Sveinbjargar Karlsdóttur er Kalli Bjarni edrú.

Sveinbjörg segir í samtali við Vísi að Kalli Bjarni hafi það þokkalegt eftir atvikum og að hann hafi verið duglegur að vinna í sínum málum á meðan hann dvaldi á Litla-Hrauni í gæsluvarðhaldi.

"Hann sækir sína AA-fundi og eyðir miklum tíma með stuðningsfulltrúa sínum. Honum líður auðvitað ekki vel, ekki frekar en öðrum fjölskyldumeðlimum og treystir sér alls ekki til að tala við fjölmiðla," segir Sveinbjörg.

Kalli Bjarni varð þjóðþekktur þegar hann bar sigur úr býtum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×