Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas 11. júní 2007 04:23 Cleveland hefur ekkert svar fundið við frábærum leik Tony Parker til þessa í einvíginu. Hann skoraði 30 stig í nótt og keyrir hér framhjá Daniel Gibson AFP San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira