Garcia missti pútt og hrækti á völlinn 25. mars 2007 13:15 Sergio Garcia hefur verið að spila ágætlega í Miami og er sem stendur í 10. sæti mótsins. MYND/Getty Spænski kylfingurinn Sergio Garcia á yfir höfði sér væna fjársekt fyrir að hafa hrækt ofan í holuna á 13. braut á heimsmótinu sem fram fer í Miami um helgina. Garcia fékk skolla á brautinni eftir að hafa misst auðvelt pútt og brást við með fyrrgreindum hætti. Þess má geta að hrákan fór beint ofan í holuna. “Ég missti auðvelt pútt og var ekki ánægður með sjálfan mig. En hrákan fór beint ofan í holuna og gat því aldrei haft áhrif á aðra keppendur. Ef ég hefði ekki hitt ofan í hefði ég þurrkað hana í burtu,” sagði Garcia við fréttamenn þegar hann var spurður út í atvikið. Garcia er í 10. sæti mótsins þegar einn hringur er eftir, hefur leikið á alls fjórum höggum undir pari. Tiger Woods hefur fjögurra högga forystu á mótinu, hefur leikið á 11 höggum undir pari. Forráðamenn PGA-mótaraðinnar segja að engin ákvörðun hafi verið tekin um refsingu Garcia en talið er líklegt að hann muni fá sekt. Golf Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia á yfir höfði sér væna fjársekt fyrir að hafa hrækt ofan í holuna á 13. braut á heimsmótinu sem fram fer í Miami um helgina. Garcia fékk skolla á brautinni eftir að hafa misst auðvelt pútt og brást við með fyrrgreindum hætti. Þess má geta að hrákan fór beint ofan í holuna. “Ég missti auðvelt pútt og var ekki ánægður með sjálfan mig. En hrákan fór beint ofan í holuna og gat því aldrei haft áhrif á aðra keppendur. Ef ég hefði ekki hitt ofan í hefði ég þurrkað hana í burtu,” sagði Garcia við fréttamenn þegar hann var spurður út í atvikið. Garcia er í 10. sæti mótsins þegar einn hringur er eftir, hefur leikið á alls fjórum höggum undir pari. Tiger Woods hefur fjögurra högga forystu á mótinu, hefur leikið á 11 höggum undir pari. Forráðamenn PGA-mótaraðinnar segja að engin ákvörðun hafi verið tekin um refsingu Garcia en talið er líklegt að hann muni fá sekt.
Golf Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira